Ein af mínum kæru vinkonum átti afmæli um daginn og heimtaði að ég myndi baka fyrir hana eitthvað gúmmulaði. Áskorun móttekin og framkvæmd!
Þegar ég baka sérstaklega fyrir eina manneskju þá spái ég í hvernig ég get túlkað persónuleikann í bragði og útliti þar sem ég nenni helst ekki þessu bókstaflega.
Þessi kona er vitur, fögur, hörð en samt mjúk, nýtin en samt örlát, veit allt um kynlíf og það er ógeðlega gaman að hlæja með henni. Hún er sæt og spæsí. Því vildi ég hafa kökubotninn vel kryddaðan með kanil, múskati, valhnetum og eplum en kremið dísætt með rjómaosti, hlynsírópi og hvítu súkkulaði. Herlegheitin voru síðan skreytt með silkimjúkri karamellusósu (uppskrift hér að neðan), lakkrístoppum (uppskrift hér), karamellupoppi (uppskrift kemur síðar) og sérútbúnu konfekti úr rauðu súkkulaði.
Ég er náttúrulega ekki hlutlaus en mér fannst þessi kaka geggjuð!
Þannig að hér kemur hún – persónulega afmæliskakan.
Image may be NSFW.
Clik here to view.
Image may be NSFW.
Clik here to view.
Image may be NSFW.
Clik here to view.
Image may be NSFW.
Clik here to view.
- 1bolli valhnetur
- 2 1/2bolli hveiti
- 2tsk lyftiduft
- 1 1/2tsk sjávarsalt
- 2tsk kanill
- 1tsk matarsódi
- 3/4tsk múskat
- 2 stór epli - eða 3 lítil(rifin smátt niður - ég notaði Pink Lady)
- 1bolli AB mjólk
- 4 egg
- 1bolli sykur
- 3/4bolli púðursykur
- 3tsk vanilludropar
- 3/4bolli grænmetisolía
- 200g mjúkt smjör
- 100g mjúkur rjómaostur
- 100g hvítt súkkulaði(brætt)
- 3-4bollar flórsykur
- 3-4msk hlynsíróp
- karamellukurl á milli botna(má sleppa)
- 4msk smjör
- 3/4bolli púðursykur
- 2 msk + 1/4bolli rjómi
- 1tsk vanilludropar
- Hitið ofninn í 180°C. Setjið smjörpappír á ofnplötu og smyrjið tvö hringlaga form, 18-20 sentímetra stór. Gott er að setja smjörpappír í botninn.
- Dreifið úr valhnetunum á ofnplötuna og ristið í 5-8 mínútur, eða þar til valhnetuilmurinn fyllir vitin. Leyfið hnetunum að kólna og takið frá nokkrar til að skreyta kökuna með, sirka 5 til 6 hnetur.
- Blandið hveiti, lyftidufti, salti, kanil, matarsóda og múskati vel saman í skál. Setjið valhneturnar í matvinnsluvél eða blandara og saxið þar til er örsmátt og líkist hveiti. Blandið saman við þurrefnin.
- Blandið rifnum eplum. og AB mjólk saman í lítilli skál og setjið til hliðar.
- Þeytið egg, sykur og púðursykur vel saman þar til blandan þykkist og er ljós. Blandið vanilludropum saman við.
- Skiptist á að blanda þurrefnum og AB mjólkinni saman við eggjablönduna, byrjið og endið á hveitinu. Hafið hrærivél eða þeytara í gangi og blandið loks olíunni varlega saman við á meðan þið hrærið.
- Skiptið deiginu á milli formanna og bakið í 40 til 45 mínútur. Látið kólna.
- Þeytið smjör og rjómaost vel saman í 5 til 6 mínútur. Blandið hvíta súkkulaðinu vel saman við.
- Blandið flórsykri smátt og smátt saman við sem og hlynsírópinu. Smakkið til. Skreytið kökuna með kreminu en á milli kökubotnanna setti ég krem og karamellukurl.
- Setjið smjör og sykur í meðalstóran pott yfir meðalhita. Þegar að allt smjörið er bráðnað er 2 matskeiðum af rjóma blandað saman við.
- Náið upp suðu og látið malla í 4 mínútur. Hrærið við og við í blöndunni þar til hún er orðin gullinbrún.
- Slökkvið á hitanum og blandið restinni af rjómanum og vanilludropum saman við. Látið kólna áður en kakan er skreytt með sósunni.